IS

Concurrence

Sono Luminus (2019)

Anna Þorvaldsdóttir: Metacosmos 
Haukur Tómasson: Píanókonsert nr. 2 / Piano Concerto no. 2
María Huld Markan Sigfúsdóttir: Oceans 
Páll Ragnar Pálsson: Quake

Stjórnandi/Conductor: Daníel Bjarnason
Konsertmeistari/Concertmaster: Sigrún Eðvaldsdóttir
Tónmeistari: Daniel Shores
Hljóðmeistari: Dan Merceruio


The New York Times valdi diskinn einn af 25 bestu klassísku útgáfum ársins og bandaríska útvarpsstöðin NPR hefur sömuleiðis valið hann sem einn af tíu bestu útgáfum ársins. Í umsögninni segir meðal annars: „Eyríkið Ísland er, þrátt fyrir smæð sína, risi á sviði klassískrar tónlistar.“ Tónlistartímaritið Second Inversion valdi plötuna einnig sem eina af tíu bestu útgáfum ársins og sagði enn fremur að „sumt af því dáðasta og frumlegasta sem gert er í nýrri tónlist samtímans“ komi frá Íslandi. Ástrælski tónlistarvefurinn Limelight gaf plötunni fimm stjörnur og sagði að „platan Recurrence var góð, Concurrence er enn betri og við vonum að meira sé á leiðinni.“ Þriðji diskurinn í röðinni er væntanlegur í lok þessa árs.