The Musicians of the Orchestra

Arngunnur Árnadóttir
- Department: Clarinet
- Job title: LEIÐARI Í LEYFI
- Email: arngunnur ( @ ) gmail ( . ) com
Arngunnur hefur flutt kammermúsík víða, meðal annars með Kammersveit Reykjavíkur og á tónlistarhátíðinni Reykjavík Midsummer Music. Sem einleikari hefur Arngunnur meðal annars leikið með Sinfóníuhljómsveitinni í Liepaja í Lettlandi undir stjórn Daníels Bjarnasonar og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Cornelius Meister. Um flutning Arngunnar á Klarínettukonsert Mozarts ásamt SÍ haustið 2015 sagði gagnrýnandi Fréttablaðsins: „með því fegursta sem ég hef lengi heyrt […] Þetta var dásamlegur flutningur.“
Auk tónlistarinnar starfar Arngunnur sem rithöfundur og hafa komið út eftir hana tvær ljóðabækur og ein skáldsaga. Hún hefur starfað sem fyrsti klarínettuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2012.