IS

The Musicians of the Orchestra


The Musicians of the Orchestra

Jón Arnar Einarsson

  • Department: Trombone
  • Job title: leiðari
Jón Arnar Einarsson er einn af fremstu básúnuleikurum landsins. Hann hóf tónlistarnám sjö ára gamall í lúðrasveit í úthverfi Osló borgar. Síðar fluttist hann til Íslands og hélt áfram námi á básúnu í Skólahljómsveit Grafarvogs undir handleiðslu Sigurðar Þorbergssonar. Hann kláraði nám við Tónlistarskóla FÍH 2017, einnig hjá Sigurði, og hélt svo til Norges Musikkhøgskole þar sem kennarar hans voru Jonas Bylund og Sverre Riise. Hann gegnir nú stöðu leiðara básúnudeildarinnar í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

 Jón hefur leikið með fjölda hljómsveita í Noregi, meðal annars Oslo Philharmonic og Norwegian Radio Orchestra. Hann hefur einnig leikið einleikshlutverk um víðan völl, þar á meðal með Sinfóníuhljómsveit Íslands eftir sigur íslensku keppninnar ,,Ungir einleikarar” árið 2020. Jón hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir tónlistariðkun sína og tekið þátt í ýmsum keppnum á Íslandi sem og úti í heimi, þar má nefna International Trombone Association Quartet og Ensemble Competition 2020 og 2021.

 Jón lauk meistaragráðu frá Norges Musikkhøgskole árið 2023 og hóf störf hjá Sinfóníuhljómsveitinni sama haust. Hann hefur verið fastráðinn síðan 2024.